HAMRABORG FESTIVAL

Hamraborg Festival er lífleg grasrótarlistahátíð, vikulangur fögnuður lista og samfélags í hjarta Kópavogs. Í lok ágúst hvert ár kveðjum við sumarið með stútfullri dagskrá af sýningum, gjörningum, vinnusmiðjum og ýmsum viðburðum.

Hamraborg Festival er árleg hátíð sem haldin hefur verið frá árinu 2021 en hátíðin spratt út frá sýningarrýminu Midpunkt sem rekið hefur verið af listamönnum í Hamraborg síðan 2018. Hátíðin er styrkt af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogs.

Hamraborg Festival
hamraborgfestival.is

Previous
Previous

SAFNASAFNIÐ

Next
Next

KLING & BANG